*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 14. október 2014 11:00

Alvogen vann til verðlauna í París

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann titilinn „Fyrirtæki ársins í Bandaríkjunum“ á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París.

Ritstjórn

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París í síðustu viku, en alþjóðlega fagtímaritið Generic Bulletin stóð fyrir verðlaununum.

Alvogen var tilnefnt til sjö verðlauna af ellefu sem í boði voru og hlaut verðlaun í flokkunum „Fyrirtæki ársins í Bandaríkjunum“ og „Viðskiptaþróunarverkefni ársins í Evrópu“ fyrir markaðssetningu líftæknilyfsins Inflectra.

Alvogen starfar um þessar mundir í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna 2.300 manns. 

Stikkorð: Alvogen