Félagið Alovgen Iceland ehf., hefur verið fjármagnað með lánveitingum frá móðurfélagi þess, Alvogen Lúxemborg, frá stofnun 2010. Stjórnendur Alvogen hafa lýst félaginu sem nokkurs konar stoð­ deild við Alvogen.Samstæðan reki alls 35 dótturfélög um heim allan og Alvogen Iceland sé eitt þeirra.

Alvogen Iceland var rekið með 1,4 milljarða króna tapi á síðasta ári og er eigið fé félagsins neikvætt um 6,5 milljarða króna. Skuld við móðurfélagið Alvogen Lux Holdings í Lúxemborg nam 6,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Rekstrartap 2016 nam 1,3 milljörðum króna og hreinar vaxtagreiðslur til tengdra aðila námu um 440 milljónum króna.

Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, segir samstæðuna í heild skila góðum hagnaði. Tekjur verði nálægt einum milljarði dollara og EBITDA að líkindum um 330 milljónir dollara.Við stofnun Alvogen Iceland ehf. hafi verið ákveðið að veita lánalínu til félagsins og draga á lánalínuna eftir fjárþörf Alvogen Iceland, þar sem slíkt hafi verið einfaldara í framkvæmd. Alvogen hafi síðustu ár viljað umbreyta láninu í hlutafé en slíkt sé ekki gerlegt nema leggja Alvogen Iceland til nýtt hlutafé til að greiða upp skuldina við Alvogen í Lúxemborg.

„Það væri eðlilegt og langbest ef þessu væru breytt í hlutafé,“ segir Árni. Bráðabirgðaákvæði hafi verið sett í lög eftir hrun sem sagði til um að ef hluthafaláni yrði breytt í hlutafé þá teldist það til tekna hjá félögum. „Svo þegar bráðabirgða­ ákvæðið rennur þá koma skattyfirvöld og segja að ákvæðið gildi áfram, því að þetta sé þeirra túlkun. Þurfti þá aldrei lagaákvæði?“ Alvogen sé ekki búið að taka ákvörðun um hvernig fyrirtækið muni taka á málinu til framtíðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .