Stefnt er að því að skrá Alvotech á markað fyrir árslok 2021 samhliða hlutafjárútboði í félaginu. Horft er til kauphalla í Hong Kong eða New York. Þetta segir Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og stjórnarmaður í Alvotech. Líkt og Viðskiptablaðið fjallað um árið 2018 hefur félagið haft til skoðunar að sækja sér um 350 milljónir dollara, í hlutafé samhliða skráningu. Sala fyrsta lyfs Alvotech á að hefjast á seinna hluta árs 2022.

„Við erum komin með breiðan hluthafahóp,“ segir Árni um Alvotech. Nýjasti hluthafinn í hópnum er Yas Holding, fjárfestingafélag frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem keypti 2,5% hlut í Alvotech í nóvember.

Japanska lyfjafyrirtækið FujiPharma keypti 4% hlut í félaginu á 50 milljónir dollara árið 2018. Miðað við það verðmat er Alvotech 1,2 milljarða dollara virði, um 150 milljarða króna.

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .