*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 31. maí 2018 07:31

Alvotech skoðar skráningu í Hong Kong

Eigið fé Alvotech var neikvætt um 10,4 milljarða króna um áramótin en félagið vinnur að hlutafjáraukningu.

Ingvar Haraldsson
Róbert Wessman, stofnandi Alvotech.
Aðsend mynd

Eigið fé Alvotech var neikvætt um 10,4 milljarða króna um síðustu áramót. Tap félagsins nam 10,9 milljörðum króna á síðasta ári og 3,8 milljörðum árið 2016. Hluthafar og aðrir tengdir aðilar lánuðu Alvotech alls 9,2 milljarða króna á síðasta ári til að fjármagna rekstur félagsins. Félagið stefnir á að sækja sér aukið hlutafé á árinu, bæði frá nýjum og núverandi hluthöfum samkvæmt ársreikningi félagsins. Bloomberg segist hafa heimildir fyrir því að félagið íhugi að sækja allt að 350 milljónir dollara, um 37 milljarða króna í hlutafé og skrá félagið í kjölfar á markað í Hong Kong. Vinna við málið sé skammt á veg komin innan félagsins en gæti jafnvel átt sér stað á næsta ári.

„Við finnum fyrir miklum áhuga fjárfesta og þá sérstaklega í Asíu á fyrirtækjum eins og okkar. Það kæmi vel til greina að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í framtíðinni og í sjálfu sér væri Hong Kong tilvalinn staður fyrir slík áform. Hins vegar hafa engar ákvarðanir verið teknar enn sem komið er,“ segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvotech.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.