Gengi bréfa málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað um 10,6% það sem af er degi. Gengi félagsins stendur í 73 krónum og hefur hækkað um 21,7% frá skráningu í byrjun mánaðar.

Amaroq var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu.

Í tilkynningu frá félaginu, sem birt var í morgun, segir að rannsóknir félagsins bendi til þess að stórar málmæðar megi finna á svæðunum sem Amaroq hyggst vinna. Þar megi meðal annars finna málma á borð við mólýbden, kopar, gull, silfur og járn.

Í tilkynningunni segir Eldur Ólafsson, forstjóri félagsins, að niðurstöður rannsóknarinnar staðfesti að Amaroq hafi rannsóknarleyfi á stórum svæðum sem ná yfir stórar málmæðar.