Amazon hagnaðist um tæplega 3,3 milljarða dollara á fjórða ársfjórðungi þessa árs og jókst hagnaður félagsins um 8% milli ára en fyrirtækið birti uppgjör sitt eftir lokun markaða vestanhafs í gærkvöldi. Hagnaður á árinu 2019 nam um 11,6 milljörðum dollara og jókst um 15 á milli ára.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 6,47 dollurum á hlut og var um 60% yfir væntingum greiningaraðila samkvæmt frétt CNBC . Tekjur félagsins á fjórðungnum námu 87,44 milljörðum dollara og jukust um 21% milli ára en þær voru um 1,4 milljörðum yfir væntingum greiningaraðila. Tekjur Amazon á árinu 2019 námu 280,5 milljörðum dollara og jukust um 27% milli ára. Auk þess námu tekjur af Amazon Web Services námu 9,95 milljörðum dollara á fjórða ársfjórðungi og voru einnig yfir væntingum.

Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 8,99% á eftirmarkaði eftir að uppgjörið birtist og stendur nú í 2.038 dollurum á hlut. Markaðsvirði félagsins er því aftur komið yfir 1.000 milljarða dollara og stendur nú 1.010 milljörðum dollara.