Töluverðar breytingar geta verið fram undan á samkeppnisstöðu bankanna með hinni nýlegu PSD II tilskipun Evrópusambandsins að mati Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka Fjármálafyrirtækja.

„PSD II reglugerðinni er ætlað að auka samkeppni í fjármálageiranum með því að veita aðilum sem ekki eru fjármálafyrirtæki aðgang að ýmiskonar greiðslutengdri þjónustu. Bæði geta viðskiptavinir bankanna eða þeir sem þurfa að greiða, samið við svona fyrirtæki að annast greiðsluþjónustu fyrir sig og geta veitt þeim aðgang að bankareikningnum. Þannig geta fyrirtæki út í bæ tekið út af reikningnum okkar fyrir eitthvað sem við viljum láta borga. Svo heimilar þetta fyrirtækjum sem ekki eru fjármálafyrirtæki að hafa aðgang að reikningunum okkar, með okkar samþykki auðvitað, til alls konar upplýsingaúrvinnslu, ekki ósvipað og Meniga.“

PSD II reglugerðin setji þá kvöð á fjármálafyrirtæki að þau megi ekki rukka sérstaklega fyrir að veita þennan aðgang. Yngvi segir engan vita nákvæmlega hvaða aðilum muni takast best að nýta sér hina nýju tækni. „Munu það verða ný fyrirtæki sem stíga þarna inn, verða það símafyrirtækin sem hafa tengsl við nánast alla vegna farsímanna eða verða þetta stóru dreifingaraðilarnir eins og Amazon eða þá eBay, eða halda bankarnir sinni sterku stöðu?“

Nánar er rætt við Yngva Örn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .