Amazon á von á að vera gert að greiða stjórnvöldum í í Lúxemborg tugi milljarða króna í vangoldna skatta að því er Financial Times greinir frá.

Financial Times telur sig hafa heimildir fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telji samning sem Amazon gerði við Lúxemborg um skattgreiðslur fela í sér ólöglega ríkisaðstoð og fari því fram á að fyrirtækið greiði stjórnvöldum vangoldna skatta.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Framkvæmdastjórnin skikkaði Apple var gert að greiða 13 milljarða evra, 1.624 milljarða króna í skatta á Írlandi. Írsk stjórnvöld mótmæltu ákvörðun Framkvæmdaráðsins og kæru sig ekki um að fá skattgreiðsluna.

Rannsóknin gagnvart Amazon hófst fyrir 3 árum. Amazon er sakað um að hafa komist hjá skattgreiðslum innan ESB með því að láta evrópsk dótturfélög Amazon greiða félögum innan Amazon samstæðunnar 4 milljarð evra, um 500 milljarða íslenskra króna, undanfarinn áratug í greiðslur fyrir að nota þekkingu og vörumerki Amazon. Þá fullyrðir Financial Times að samkomulag stjórnvalda í Lúxemborg við Amazon hafi falist í því að þakk yrði á mögulegum skattgreiðslum félagsins, sem í fælist ólögmæt ríkisaðstoð.

Auk þess hefur Starbucks verið gert að greiða hærri skatta í Hollandi og Fiat í Lúxemborg og Belgum gert að innheimta hærri skatta frá 35 fyrirtækjum.