Amazon hyggst fjármagna háskólagjöld fyrir meira en 750 þúsund starfsmenn í Bandaríkjunum og setur einungis skilyrði að viðkomandi einstaklingar hafi unnið hjá fyrirtækinu í þrjá mánuði. Netrisinn er þar með bregðast við erfiðum aðstæðum á bandaríska vinnumarkaðnum.

Amazon hyggst fjárfesta 1,2 milljörðum dala á næstu fjórum árum til að bjóða bandarísku starfsfólki tækifæri að skrá sig í grunnnám á háskólastigi eða nám í framhaldsskólum víðs vegar um Bandaríkin. Amazon, sem hefur ráðið um 400 þúsund starfsmenn í faraldrinum, vonast til að þessi fríðindi dragi úr starfsmannaveltu og laði að fólk í atvinnuleit.

Þrátt fyrir að fyrirtækið bjóði upp á 15 dali á klukkutíma í grunnlaun, sem er yfir lágmarkslaunum, þá hefur það ekki dugað til að fylla í allar stöður. Nú þegar fleiri vinnuveitendur og ríki hafa hækkað lágmarkslaun hjá sér, þá hafa stórfyrirtæki tekið til sinna ráða með að bjóða upp á aukin fríðindi á borð við aukinn frítíma, áreiðanleg vaktarplön, dagvistun barna ásamt því að bjóða upp á aukin aðgang að námi, að því er kemur fram í frétt WSJ um málið.