Smásöluvefrisinn Amazon frumsýndi nú á dögunum fyrstu frumgerð heimsendingardróna sem á að geta flogið heila 24 kílómetra í einu og náð flughæð í kringum 120 metra.

Dróninn á að geta sent hvaða vöru sem er heim til kaupandans á innan við hálfri klukkustund. Þá er þessi notkun dróna nýjung sem fleiri fyrirtæki á borð við Wal-Mart og Google hafa verið að rannsaka nýlega.

Svo virðist sem Amazon hrifsi æ meira til sín af smásölumarkaði Bandaríkjanna, og nú hyggst fyrirtækið skera út millimanninn sem sendir vörurnar heim til kaupandans.

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá Amazon um nýstárlegu heimsendingaraðferðina: