Stærsta netverslun heims, Amazon, sem stofnað var árið 1994 hefur nú bætt víni við sinn langa lista af vörum sem þeir selja á netinu. Amazon mun því keppa við aðra vínseljendur á borð við wine.com og svo má auðvitað ekki gleyma venjulegum verslunum sem selja vín

Til að byrja með mun fyrirtækið aðeins senda vín til 12 ríkja innan Bandaríkjanna.

Yfir þúsund vín verða í boði á Amazon Wine og eru vínframleiðendurnir flestir frá Bandaríkjunum. Verðin á vínunum munu vera frá 10 dollurum upp í meira en 100 dollara.