Amazon hefur kynnt Amazon Launchpad, nýja þjónustu fyrir ný­ sköpunarfyrirtæki, en tilgangur þess er að hjálpa fyrirtækjum að koma vörum sínum á markað.

Launchpad mun aðstoða smærri fyrirtæki við að sjá um lagerinn sinn og pantanir, auk þess að þjónusta við­ skiptavini. Þar með geta starfsmenn fyrirtækisins einbeitt sér að nýsköpun og þróun vara. Þjónustan býður einnig upp á sérsniðnar síður fyrir vörurnar sem gera stofnendum fyrirtækisins kleift að tala beint við viðskiptavini.

Síðurnar bjóða einnig upp á hefðbundin Amazon tól, þeirra á meðal persónuleg meðmæli, umsagnir notenda og Amazon Prime sendingu. Amazon mun aðstoða fyrirtækin við að koma vörum sínum út á tíu Amazon markaðssvæðum víðs vegar um heiminn.