*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 28. júlí 2018 18:18

Amazon hræðir Damodaran

„Skólastjóri” verðmatsfræðanna segir netrisann Amazon hafa getu til að valda usla í öllum geirum viðskiptalífsins.

Ritstjórn
epa

Aswath Damodaran, prófessor í fjármálum fyrirtækja og verðmatsfræðum við viðskiptadeild New York-háskóla segir að netrisinn Amazon sé fyrirtæki sem hræði sig. Þetta sagði hann í viðtali við CNBC í gær. 

Amazon greindi frá því á fimmtudag að síðasti ársfjórðungur hafi verið enn einn metfjórðungurinn í rekstri félagsins. Tekjur félagsins jukust um 40% og námu tæplega 53 milljörðum dollara á meðan hagnaður á tímabilinu nam 2,5 milljörðum dollara og tólffaldaðist frá sama ársfjórðungi í fyrra. 

Damodaran sem stundum hefur verið kallaður „skólastjóri” verðmatsfræðanna segist í raun ekki vita í hvaða geira fyrirtækið starfi. „Mér finnst fyrirtækið vera ofmetið en þrátt fyrir það er ekki hægt að veðja gegn því. Meðal annars vegna þess að Amazon er upplausnar vél (e. disruption machine). Ég veit ekki einu sinni í hvaða geira félagið starfar í nákvæmlega.” sagði Damodaran og bætti því við að Amazon gæti valdið usla í nánast hvaða geira viðskiptalífsins sem er. Segir hann hæfni fyrirtækisins til þess sé ástæða þess hve hátt félagið er metið. 

Gengi bréfa Amazon stóð við lokun markaða í gær í 1.817 dollurm á hlut og nemur markaðsvirði félagsis um 909 milljörðum dollara eða um 96. þúsund milljörðum króna. Hlutabréfaverð félagsins er nú í hæstu hæðum og hefur sexfaldast á síðustu fimm árum. 

Stikkorð: Amazon Verðmat Damodaran