*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Erlent 31. maí 2020 13:09

Amazon kaupir sprotafyrirtæki

Amazon er í viðræðum um kaup á sprotafyrirtækinu Zoox sem framleiðir sjálfakandi bíla.

Ritstjórn
Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon.
epa

Amazon er í viðræðum um kaup á sprotafyrirtækinu Zoox sem framleiðir sjálfakandi bíla. Yfirtakan mun vera sú fyrsta þar sem netverslunarfyrirtæki tæki yfir sjálfakandi bílafyrirtæki. Frá þessu er greint á vef Financial Times

Zoox var stofnað árið 2014 og er eitt sinnar tegundar á sjálfkeyrandi bílamarkaðnum. Bæði Amazon og Zoox neituðu að tjá sig í samtali við Financial Times. 

Í byrjun maí kom í ljós að Zoox væri að plana að selja fyrirtækið en heimildir Financial Times segja að sprotafyrirtækið hafi heldur viljað vera sjálfstætt.