Netverslunarrisinn Amazon hefur fest kaup á Whole Foods keðjunni sem er dagvöruverslun leggur áherslu á lífrænar vörur. Keypti Amazon keðjuna á 13,7 milljarða dollara eða því sem jafngildir um 1.387 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið lét því af hendi rakna 42 dollara á hvert hlutabréf. Frá þessu er meðal annars greint í frétt BBC .

Fyrsta verslun Whole Foods var stofnuð árið 1978 í Texas, Bandaríkjunum og hefur verið leiðtogi á markaði dagvöruverslana sem leggja áherslu á heilsu- og lífrænar vörur. Nú eru verslanir keðjunnar 460 talsins víðs vegar um Bandaríkin, Kanada og Bretland og hjá Whole Foods starfa 87 þúsund manns. Stofnandi Amazon, Jeff Bezos segir að milljónir manns elska Whole Foods vegna þess að búðin býður upp besta lífræna matinn.