Netverslunarkeðjan Amazon er komin yfir þúsund milljarða dollara að markaðsvirði en verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hefur meira en tvöfaldast á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í síðasta mánuði komst tæknirisinn Apple yfir þúsund milljarða dollara múrinn og varð það fyrsta fyrirtækið til að ná því markmiði. Amazon er því annað bandaríska fyrirtækið til að ná þessu takmarki.

Þegar Amazon var sett á laggirnar var það aðeins netvöruverslun fyrir bækur, stofnað af Jeff Bezos, núverandi ríkasta manni heims. Bezos á nú 16% hlut í fyrirtækinu og er sá hlutur nú meira en 160 milljarða dollara virði.

Í dag starfa rúmlega hálf milljón manns hjá fyrirtækinu en það fyrirhugar nú að mæta við annarri höfuðstarfsstöð við þá sem nú er í Seattle.