Rekstrartekjur netverslunarinnar Amazon á þriðja ársfjórðungi voru 500 milljón dollurum lægri en á sama tímabili á síðasta ári. Fóru þær úr 3,7 milljörðum dollara niður í 3,2 milljarða. Financial Times greinir frá og segir að á sama tíma hafi rekstrarkostnaður félagsins hækkað.

Hlutabréf Amazon féllu um 9% á eftirmarkaði í gær sem jafngildir 80 milljarða lækkun á markaðsvirði félagsins eða sem nemur 10.000 milljörðum íslenskra króna.

Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri félagsins, sagði Amazon á lokametrunum með undirbúning fyrir 25. jólahátíð félagsins og myndu valdir viðskiptavinir (e. Prime customers) geta fengið 10 milljónir vörutegunda afhenda innan sólarhrings eftir pöntun.

Þrátt fyrir samdrátt í heildartekjum var um 24% vöxt að ræða í sölutekjum sem námu 70 milljörðum dollara, en rekstrarafkoma dróst saman um 2,1 milljarð dollara.