Vefverslunin Amazon hefur fengið hinn þekkta bandaríska rithöfund, Timothy Ferris, sem m.a. skrifaði bókina The Four Hour Work Week til að gefa út næstu bækur sína hjá Amazon. Fyrirtækið hefur verið í bókaútgáfu í nokkur ár en réð nýlega til sín þekktan útgefanda til að stýra bókaútgáfunni. Amazon heldur því fram að aðrir bókaútgefendur komi til með að hagnast á velgengni Amazon en samkeppnisaðilar lýsa áhyggjum sínum í samtali við New York Times. Þar segja þeir að Amazon hafi stærðina og fjármagnið til að ná yfirráðum á markaðinum.