Amazon hefur tekið fram úr Microsoft og er orðið verðmætasta skráða félag í heimi. BBC greinir frá þessu .

Markaðsvirði Amazon nam 797 milljörðum dollara við lokun markaða í gær, eftir 3,4% hækkun á gengi bréfa félagsins í viðskiptum dagsins. Þar með komst fyrirtækið upp fyrir Microsoft, en markaðsvirði Microsoft við lokun markaða nam 789 milljörðum dollara.

Þetta er í fyrsta sinn sem Amazon hirðir toppsæti listans yfir verðmætustu skráðu félög í heimi, en stofnandi fyrirtækisins Jeff Bezos er ríkasti maður í heimi. Samkvæmt lista milljarðamæringa lista Bloomberg er eignir hans metnar á 135 milljarða dollara.