Amazon netrisinn stefnir að því að opna tugi nýrra verslana á næstunni í stærstu borgum Bandaríkjanna, og gæti sú fyrsta opnað strax undir lok þessa árs að því er Wall Street Journal greinir frá.

Netrisinn er jafnvel að skoða kaup á staðbundnum verslunarkeðjum, en félagið á nú þegar Whole Foods verslunarkeðjuna sem það keypti fyrir 13,7 milljarða Bandaríkjadala árið 2017. Nýju verslununum er þó ætlað að einblína á ódýrari markaði en Whole Foods, og fara þá í beinni samkeppni við keðjur eins og Walmart, Kroger, Costco og fleiri.

Strax og fréttir um áætlanir Walmart bárust fyrr í vikunni lækkaði gengi bréfa Walmart, Target, Costco og BJ´s, um það bil 1,5% hver, þó gengið hafi síðan hækkað á ný í mörgum tilfellum.