Hlutabréf í Amazon hafa rokið upp í verði eftir frábært ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins. Er Amazon nú metið á meira heldur en risaverslunarkeðjan Walmart.

Amazon skilaði 92 milljóna dollara hagnaði á öðrum ársfjórðingi og kom það fjárfestum verulega á óvart. Bjuggust þeir við öðru tapi.

Hlutabréf fyrirtækisins ruku upp um 16,9% í 559.18 dollara. Er markaðsvirði Amazon því 259 milljarðar dollara, samanborið við Walmart sem er metið á 232.5 milljarða dollara.

Amazon hefur ekki oft tilkynnt hagnað, en fyrirtækið hefur verið duglegt að dæla peningunum sínum aftur inn í starfsemina.