*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 13. febrúar 2018 14:15

Amazon sækir fram í heilbrigðisgeiranum

Fyrirtækið vill setja upp netverslun fyrir spítala þar sem þeir geta keypt heilbrigðisvörur.

Ritstjórn
Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon.
european pressphoto agency

Netverslunarrisinn Amazon ætlar sér stóra hluti í heilbrigðisgeiranum. Fyrirtækið vill efla netverslun sína fyrir spítala þar sem þeim verður boðið að kaupa allskonar heilbrigðisvarning en frá þessu er greint á The Wall Street Journal.

Fyrirtækið hefur nokkrum sinnum boðið forstjórum spítala til sín til þess að ræða heilbrigðisgeirann og hugmyndir sínar um uppbyggingu netverslunar fyrir spítala.

Fyrirtækjasvið Amazon selur nú þegar einhverjar heilbrigðisvörur en fjöldi vörulína en afar takmarkaður.