Bandaríska netsölufyrirtækið Amazon skilaði tapi upp á 437 milljónir bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi. Er það töluvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði um 41 milljón dollara.

Þegar fyrirtækið kynnti árshlutauppgjör sitt í gær og gaf það jafnframt út að tap fyrirtækisins á næstu þremur mánuðum yrði líklega meira en búist var við.

Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um meira en 10% í New York stuttu eftir að það hafði kynnt árshlutauppgjörið. Hlutabréfin hafa fallið um nær 20% frá byrjun þessa árs.