*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 14. janúar 2018 14:54

Amazon stækkar í matvöru

Matvörusala Amazon hefur aukist töluvert eftir kaup félagsins á Whole Food smásölukeðjunni.

Ritstjórn
Jeff Bezos er forstjóri Amazon.
european pressphoto agency

Kaup Amazon á Whole Foods smásölukeðjunni síðasta sumar virðast strax vera farin að hafa áhrif á matvörusölu Amazon að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal. 

Vörur Whole Foods sem eru nú til sölu hjá AmazonFresh, sem er heimsendingarþjónusta Amazon á matvörum hefur aukið sölu sína um 35% á síðustu 4 mánuðum ársins miðað við mánuðinaá undan. 

Meðal best seldu varanna er lífrænn barnaspínat, rifinn Parmesan ostur, lífrænt blómkál, ósaltað smjör og reykt beikon samkvæmt nýrri greiningu One Click Retail. 

Netverslun með matvöru er enn hlutfallslega lítil eða um 3% af 800 milljarða dala markaði. Greinendur búast hins vegar við að netverslun auki hlutdeild sína upp í a.m.k 10% á næstu fimm árum. Heildarsala Amazon á matvörum var um 2 milljarðar dala samkvæmt skýrslu One Click.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is