*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 25. júlí 2015 17:40

Amazon orðinn verðmætasti smásali heims

Walmart þarf að verða öflugri á netmarkaði til að halda áfram að keppa við Amazon.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Eftir að hlutabréfaverð Amazon hækkaði um 10% á föstudaginn er Amazon orðinn verðmætasti smásali heims.

Eftir afkomutilkynningu þar sem kom fram að Amazon hefði skilað hagnaði hækkaði markaðsvirði þess töluvert. Amazon er metið á 250 milljarða dollara og því orðinn verðmætasti smásali heims. Walmart er til samanburðar metið á 230 milljarða dollara.

Sérfræðingar telja árangurinn mikinn hjá Amazon þar sem fyrirtækið er ansi ungt, 20 ára í samanburði við Walmart sem er yfir 50 ára. Sérfræðingar telja að Walmart muni þurfa að verða öflugri á netmarkaði til að halda áfram að keppa við Amazon.

Stikkorð: Amazon Walmart
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is