Eftir að hlutabréfaverð Amazon hækkaði um 10% á föstudaginn er Amazon orðinn verðmætasti smásali heims.

Eftir afkomutilkynningu þar sem kom fram að Amazon hefði skilað hagnaði hækkaði markaðsvirði þess töluvert. Amazon er metið á 250 milljarða dollara og því orðinn verðmætasti smásali heims. Walmart er til samanburðar metið á 230 milljarða dollara.

Sérfræðingar telja árangurinn mikinn hjá Amazon þar sem fyrirtækið er ansi ungt, 20 ára í samanburði við Walmart sem er yfir 50 ára. Sérfræðingar telja að Walmart muni þurfa að verða öflugri á netmarkaði til að halda áfram að keppa við Amazon.