Amazon, sem hefur lengi þótt einn helsti keppinautur verslunarmiðstöðva, hefur verið í viðræðum við stærsta eigandi verslunarmiðstöðva í Bandaríkjunum um að taka yfir rými stórra verslana.

Simon Property Group og Amazon hafa verið að kanna möguleikann að breyta nokkrum kjarnaverslunum í verslunarmiðstöðvum þess fyrrnefnda í dreifingarstöðvar (e. distribution hubs) netrisans, samkvæmt heimildum WSJ .

Umræddar verslanir sem yrði umbreytt voru áður eða eru J.C. Penney eða Sears verslanir. Báðir smásalarnir eru í greiðslustöðvun og áætla að loka fjölda verslana. Verslunarmiðstöðvar Simon innihalda 63 Penney verslanir og 11 Sears verslanir. Óljóst er þó hversu mörg verslunarrými Amazon myndi fá.

Fyrir Amazon, væri samningurinn í samræmi við áætlanir um að fjölga dreifingarmiðstöðvum nálægt íbúðabyggðum til að flýta fyrir lokastigi flutninga. Fyrir Simon, yrði samningurinn frávik frá langtíma viðskiptamódeli verslunarmiðstöðva, sem hafa reitt sig á stórar verslanir til að draga viðskiptavini að öðrum smærri búðum og veitingastöðum.