Gengi hlutabréf bandaríska netverslunarrisans Amazon náði fyrr í dag yfir 1.000 dollara í fyrsta skipti síðan félagið var skráð á markað árið 1997.

Hlutabréfaverð Amazon hefur hækkað um 35% það sem af er ári og nemur heildarmarkaðsverðmæti fyrirtækisins um 478 milljörðum dollara rúmlega sem er helmingi meira en markaðsverðmæti Wal-Mart.

Í frétt CNN segir að hækkunina á árinu megi rekja til góðs árangurs í grunnstarfsemi fyrirtækisins auk þess sem fyrirtækið hefur náð góðum árangri með skýþjónustu sína.