Amazon.com er að setja rafrænt bókasafn í loftið sem verður aðeins fyrir eigendur lestölvunnar Kindle og áskrifendur að vildarklúbbi Amazon.com. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.

Til að byrja með verður framboðið aðeins takmarkað við um fimm þúsund titla. Þar á meðal verða verða fleiri en 100 titlar sem er núna á metsölulistanum í Bandaríkjunum eða hafa átt sæti þar í lengri tíma, t.d. bók Stephen R. Covey's "The 7 Habits of Highly Effective People."

Bókaútgefendur vestanhafs eru ekki sáttir við þetta útspil Amazon.com og ætla sex stærstu útgefendurnir ekki að taka þátt í þessu framtaki Amazon.com. Þeir halda því fram að útlánin komi til með að draga úr sölu á eldri bókum og skaði sambönd þeirra við aðra bóksala.

Útlánið kemur til með að virka þannig að þegar nú bók er fengin að láni hverfur sú eldri. Bókasafnið verður ekki aðgengilegt í gegnum svokölluð "kindle app" á öðrum spjaldtölvum en kindle. Amazon.com ætlar sér að auka sölu á kindle með þessu framtaki.