Bandaríska skuldatryggingafélagið Ambac Financial Group tapaði um 1,7 milljarði Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi (125,5 milljarðar ísl.kr.) en félagið þurfti síðasta haust að fara í gegnum mikla hlutafjáraukningu til að efla eigið fé. Tapið nemur 11,7 dölum á hvern hlut.

Félagið hagnaðist um 213,3 milljónir dali á sama tíma í fyrra eða um 2 dali á hlut.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að félagið tapaði um 940 milljónum dala vegna skuldabréfa sem gefin höfðu verið út vegna húsnæðislána.

Þá er einnig búist við frekar tapi á öðrum ársfjórðungi en samkvæmt Reuters fréttastofunni vildu talsmenn félagsins ekki upplýsa hversu mikið það verður.