Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst flýta kaupum sínum á 737-800 flugvélum frá Boeing.

Ákvörðunin er tekin til að koma böndum á eldsneytiskostnað en nýju vélarnar eru sparneytnari en þær gömlu.

Fyrr á þessu ári ákvað stjórn félagsins að endurnýja flota sinn, sem samanstendur að mestu af 300 MD-80 vélum og er meðalaldur þeirra 18 ár. Þær brenna 35% meira eldsneyti en nýju 737-vélarnar sem koma í þeirra stað.