Orðrómur í kvöld á Wall Street um líkur á gjaldþroti American Airlines, þriðja stærsta flugfélags Bandaríkjanna olli 33% lækkun á hlutabréfum móðurfélags félagsins, AMR.

Félagið hefur neitað orðrómnum og hafa hlutabréf félagsins hækkað um 6% í framvirkum viðskiptum eftir lokun í kauphöllinni á Wall Street.

Viðskipti með hlutabréf AMR voru stöðvuð 7 sinnum í kauphöllinni í dag.

AMR
AMR
© AFP (AFP)