Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur nú beðist lausnar undan leigusamningum 24 flugvélum og hreyflum fyrir flugvélar.

Sem kunnugt er sótti félagið um greiðslustöðvun (e. chapter 11) í gær en félagið á í miklum rekstrarerfiðleikum.

Reuters fréttastofan hefur eftir talsmanni félagsins að með því að losna undan núgildandi leigusamningum geti félagið losað um fjármagn til að nýta í greiðslustöðvuninni. Þess má geta að félagið á mikið af pöntunum á nýjum vélum og skortir fjármagn til að standa við þá samninga.

Helst er um að ræða vélar af gerðinni McDonnell Douglas DC-9 sem félagið er með á leigu. Vélarnar gagnast lítið í leiðarkerfi félagsins í dag þar sem félagið á og rekur vélar til að sinna þeim flugleggjum sem DC-9 vélarnar sinna nú. Margar vélarnar standa nú kyrrar á geymslusvæði félagsins í Nýju Mexíkó.

Þess má geta að yfir 600 vélar mynda flugflota American Airlines.