Tap American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, nam 1,4 milljörðum Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi.

Inni í tölunni eru afskriftir úreltra flugvéla upp á 1,1 milljarð Bandaríkjadala. Forstjóri flugfélagsins, Gerard Arpey, er ekki bjartsýnn á að ástandið batni á næstunni. Guardian hefur eftir honum að hann býst við að erfiðleikarnir haldi áfram í fyrirsjáanlegri framtíð.

American Airlines segir eldsneytiskostnað sinn hafa aukist um 838 milljónir dala borið saman við 2. fjórðung ársins 2007.

Hjá flugfélaginu standa nú yfir aðgerðir sem ætlað er að skipta eldri flugvélum þess út fyrir nýjar eldsneytisnýtnari vélar.