Flugfélagið American Airlines var valið versta flugfélag Bandaríkjanna árið 2011, að mati neytenda þar í landi. United Airlines var litlu ofar en American Airlines. Wall Street Journal greinir frá málinu.

Efst á lista yfir bandarísk flugfélag var Alaska Airlines, en félagið er minnst af sjö stærstu flugfélögum landsins. Í öðru sæti var Delta Air Lines. Mikill viðsnúningur varð á viðhorfi til þjónustu félagsins frá árinu 2010, þegar það var í 9. sæti listans.