Í ágúst voru fjárfestar varaðir við við slæmri fjárhagsstöðu American Apparel og játaði fyrirtækið að það væri í miklum vafa hvort það gæti haldið starfsemi sinni áfram. Á síðasta ársfjórðungi tapaði fyrirtækið um 19,4 milljónum bandaríkjadala. Þetta kemur fram í frétt Forbes .

Með því að lýsa yfir gjaldþroti vonast fyrirtækið til að geta endurskipulagt skuldir sínar til næstu sex mánaða. American Apparel mun umbreyta skuldum að verðmæti 200 milljónum bandaríkja dala í eigið fé í þeirri von um að bæta fjárhagsstöðu sína. Einnig munu lánadrottnar leggja til auka 70 milljónir til að hjálpa fyrirtækinu að snúa við blaðinu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagði Paula Schneider, forstjóri America Apparel að endurskipulagningin geri þeim kleift að verða sterkara og orkumeira fyrirtæki.

Vonast er til að endurskipulagning minnki skuldir American Apparel úr 300 milljónum bandaríkja dala niður í 135 milljónir bandaríkjadala. Fyrirtækið segir að það muni halda áfram sínum vanalegu viðskiptum og að þessar breytingar muni ekki hafa áhrif á starfsemi búða fyrirtækisins.