Fataverslunin American Apparel hefur sótt um gjaldþrotameðferð í annað skipti á einu ári. Fyrirtækið leggur mesta áherslu á að framleiða og selja föt til ungs fólks.

Um þessar mundir stendur yfir söluferli á réttindum á AA vörumerkinu til kanadíska fyrirtækisins Gildan. Gildan bauð 66 milljónir dollara fyrir réttindin ásamt vörulager fyrirtækisins.

American Apparel hefur lent í vandræðum áður - og sótti fyrirtækið til að mynda um gjaldþrot í febrúar á þessu ári. Fyrirtækið ætlar að minnka við sig starfsemina í Bretlandi á næstu misserum. American Apparel hefur gengið illa að selja vörur sínar og skulda háar fjárhæðir.