Fjölskylda sem vill lifa ameríska drauminn, sem þýðir að eiga eigin húsnæði og lifa ágætis lífi þarf að þéna um 1,23 milljónir króna á mánuði eða 14 milljónir á ári til að standa undir kostnaði.

USA Today reiknað út kostnað þess að lifa ameríska drauminn út frá meðaltals húsnæðisverði í Bandaríkjunum, neysluviðmið stjórnvalda og verðlagningu nauðsynja- og lúxusvara til að komast að þessari niðurstöðu.

Þessi upphæð er há sérstaklega í ljósi þess að meðallaun Bandaríkjamanna eru 51 þúsund dalir á ári samkvæmt greininni eða um 5,8 milljónir íslenskra króna. Auk þess eru einungis um 13 prósent Bandaríkjamanna með nægilega háar tekjur til að upplifa ameríska drauminn.

Léttara er fyrir fólk á ódýrari svæðum Bandaríkjanna eins og Indianapolis og Tulsa heldur en á svæðum eins og New York og San Francisco þar sem húsnæðisverð og skattar eru mjög háir. Augljóst er þó að færri og færri hafa efni á að llifa ameríska drauminn.