Bandaríska lyfjafyrirtækið Biotech Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á í 10,7 milljarða deilu við ríkisskattstjóra Bandaríkjanna. Wall Street Journal greinir frá. 

Skattstjóri segir fyrirtækið ekki hafa staðið rétt skil á skattgreiðslum af tekjum dótturfélags síns sem er staðsett í Púerto Ríkó en tekjurnar nema um 24 milljarða dollara frá tímabilinu 2010 til 2015. En dótturfélagið hefur umsjón með framleiðslu lyfja fyrirtækisins. 

Talsmaður Amgen sagði að þar til nýlega hafi ríkisskattstjóri ekki gert athugasemdir við skiptingu skattgreiðslna af tekjum félagsins milli Bandaríkjanna og Púertó Ríkó.

Þá hefur Amgen lengi haft eitt lægsta skatthlutfall af tekjum sínum í lyfjaiðnaðinum og hefur miðgildi skatthlutfalls fyrirtækisins verið um 12,5% undanfarna áratugi samanborið við 18% miðgildi tíu stærstu bandarísku lyfjafyrirtækjanna. 

Samkvæmt ársreikning Amgen árið 2013 nam skatthlutfall fyrirtækisins 3,5% en samkvæmt lögum í Bandaríkjunum er skatthlutfall fyrirtækja 35%. En Amgen sagði, á þeim tíma, að lágt skatthlutfall mætti meðal annars rekja til stórra yfirtaka og alríkisskattaafsláttar sem þingið hefur afturkallað þá afslætti. Þá jafnframt kom fram að erlendur hagnaður fyrirtækisins lækkaði skatthlutfallið um 21,3% árið 2013.