Katar er að hefja uppbyggingu fyrir HM í knattspyrnu sem fer fram þar árið 2022. CNN segir að mikið af framkvæmdum sem ráðist er í sé unnin af erlendu vinnuafli sem vinni þrælavinnu á lágum launum. Mannréttindasamtök segja að þetta sé mikið áhyggjuefni.

Ný skýrsla Amnesty International varpar ljósi á það hversu kúgaðir innflytjendur eru. Skýrslan heitir „skuggahlið innflytjenda“ en þar kemur frma að innflytjendur vinna oft mjög mikla yfirvinnu sem getur jafnvel reynst þeim hættuleg. Starfsaðstæður séu slæmar og þeir fái ekki alltaf greitt á réttum tíma.

Skýrslan er byggð á viðtölum við  210 starfsmenn og yfirmenn í fyrirtækjum.