*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 11. febrúar 2021 13:32

Amsterdam hirðir toppsætið af London

Amsterdam klifraði upp fyrir London í toppsætið yfir borgir með mesta veltu hlutabréfaviðskipta. Tilkomið vegna Brexit.

Ritstjórn
epa

Amsterdam skaut London ref fyrir rass í janúar og klifraði upp fyrir bresku höfuðborgina í toppsætið yfir þær borgir með mesta veltu hlutabréfaviðskipta. Nýjar fjármálareglur, vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, tóku gildi innan Bretlands á nýju ári og hafði það fyrrgreindar afleiðingar í för með sér, að því er segir í frétt BBC.

Velta hvers viðskiptadags nam að jafnaði um 9,2 milljörðum evra í Amsterdam í janúar sl. en meðalvelta hvers viðskiptadags nam 8,6 milljörðum króna í London á sama tímabili.

Fela þessar nýju Brexit fjármálareglur það í sér að bankar sem staðsettir eru á ESB-svæðinu, og vilja eiga í hlutabréfaviðskiptum, geta ekki stundað viðskipti í gegnum London.   

Stikkorð: hlutabréf London Amsterdam