Steingrímur J., fyrrverandi fjármálaráðherra, segist vera ánægður með að reynt sé að halda í takmarkið um hallalaus fjárlög. Hann sagði að þessu hefði verið stefnt frá árinu 2011. Hann taldi hins vegar vera alltof lítill metnaður hjá nýrri ríkisstjórn að styðja við skapandi greinar og ferðaþjónustu. Þetta kom fram í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einnig í viðtali hjá Sigurjóni. Hann benti á að á næsta ári bíði ríkisins 30 milljarða vaxtakostnaður vegna hallareksturs síðustu ára. Því teldi hann mestu máli skipta að reka ríkissjóð með afgangi og hefja lækkun skulda ríkissjóðs.

Bjarni hefur nefnt að hann vilji skoða þann möguleika að sameina Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðlabankann til að ná fram hagræðingu í ríkisrekstri vegna þess að lítið svigrúm sé til frekari beins niðurskurðar.