Fyrirtækin sem mældust í Ís­lensku ánægjuvoginni fengu öll einkunn á bilinu 54 til 71 að Orkusölunni undanskilinni sem fékk aðeins 47,4 í einkunn.

Ánægjuvoginni er ætlað að mæla ánægju viðskiptavina með einstök fyrirtæki. Kvarðinn nær frá 0 og upp í 100, þar sem hundrað bendir til fullkominnar ánægju viðskipta­ vina. Fyrirtæki sem skora hærri en önnur hafa í auknum mæli notað niðurstöðurnar í auglýsingaskyni. Sem dæmi hafa Nova og Krónan auglýst niðurstöðurnar í ár.

Niðurstöður fyrir árið 2012 voru birtar í seinni hluta febrú­ ar. Það var í 14. sinn sem mæl­ ingin var gerð. Þær ná til alls 28 fyrirtækja, þar á meðal banka, tryggingafélaga, matvöruverslana og smásöluverslana. Jóna Karen Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, skýrir að fram til ársins 2008 hafi könnunin verð unnin í samstarfi við erlenda aðila. Vegna mikilla kostnaðarhækkana var því sam­ starfi hætt en könnuninni hefur verið haldið áfram.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.