Alls komu 997 þúsund ferðamenn til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli landsins á síðasta ári. Þá komu 104 þúsund með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur en um 96% skipanna hafa viðkomu í höfuðborginni. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu.

Ein stærstu tíðindin eru að árstíðarsveiflan minnkar. Um 57% ferðamanna komu utan háannatíma eða frá september til maí. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þetta ánægjuleg tíðindi.

„Sérstaklega er gaman að sjá hversu margir koma yfir vetrarmánuðina. Þessi dreifing yfir árið skiptir mjög milklu máli fyrir rekstur og atvinnusköpun í ferðaþjónustu um allt land.“