Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í desember fjórða mánuðinn í röð og bendir til að hagvöxtur aukist á ný á fyrri árshelmingi.

Sem fyrr er það fjölgun í komum ferðamanna sem er einn helsti áhrifavaldurinn á hækkun hagvísisins ásamt aukningu fiskafla. Samkvæmt bráðabirgðamati er vendipunktur til hækkunar hagvísisins í ágúst síðastliðnum sem svarar til mögulegs vendipunktar til aukinnar landsframleiðslu í febrúar.

Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Nánar má lesa um horfurnar á næstu mánuðum hér .