Kínverska tryggingarfélagið Anbang hefur hækkað tilboð sitt í Starwood hótel-keðjuna. Nýjasta tilboðið nemur 14 milljörðum dala, eða 1.750 milljörðum króna.

Tilboð Anbang kemur í kjölfarið á 13,6 milljarða dala tilboði frá Marriot í síðustu viku, en stjórn Starwood tók vel í það tilboð. Stjórnin sagði að nýja tilboðið væri að öllum líkindum betra tilboð en mælir þó ennþá með því að fyrirtækið muni sameinast Marriot hótelum.

Marriot og Starwood hafa verið í sameiningarviðræðum og hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis. Samkvæmt yfirlýsingunni má stjórn Starwood tala við aðra mögulega kaupendur og taka betri tilboðum. Ef félagið ákveður hins vegar að taka öðru tilboði þá þarf það að greiða Marriot 450 milljónir dala í bætur.

Starwood á meðal annars hótel-keðjurnar sheraton, Westin and St Regis.