Krist­inn Björns­son fyrrverandi for­stjóri lést laug­ar­dag­inn 31. októ­ber sl., 65 ára að aldri.

Krist­inn fædd­ist í Reykja­vík 17. apríl 1950. Foreldrar hans voru Björn Hall­gríms­son og Em­il­ía Sjöfn Krist­ins­dótt­ir.

Krist­inn varð stúd­ent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1975 og varð héraðsdóms­lögmaður árið 1977. Hann starfaði sem lög­fræðing­ur hjá borg­ar­verk­fræðingi frá 1975-1976 og rak lög­manns­stofu ásamt Gesti Jóns­syni og síðar Hall­grími B. Geirs­syni frá 1976-1982.

Krist­inn varð for­stjóri Nóa-Síríus­ar árið 1982 og gegndi starfinu til 1990 þegar hann var ráðinn for­stjóri Skelj­ungs. Krist­inn lét af störf­um hjá Skelj­ungi að eig­in ósk haustið 2003. Frá ár­inu 2005 var hann einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins Líf­l­ands ehf. og starf­andi stjórn­ar­formaður þess. Að auki sat Kristinn fjölmörgum í stjórnum fyrirtækja.

Krist­inn gegndi fjölmörgum trúnaðar­störf­um fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur og sam­tök þeirra og var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á sínum yngri árum.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Krist­ins er Sól­veig Pét­urs­dótt­ir fyrrverandi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ráðherra. dóms­málaráðherra og for­seti Alþing­is. Þau eignuðust þrjú börn.