*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 5. janúar 2017 14:00

Andmæla fleiri uppboðum á tollkvóta

Félag atvinnurekenda hefur andmælt ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins um fleiri uppboð á tollkvóta fyrir búvörur.

Ritstjórn
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Haraldur Guðjónsson

Félag atvinnurekenda hefur andmælt ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins um að bjóða upp tollkvóta til að flytja inn búvörur á lægri tollum tvisvar á ári í stað þess að gera það árlega eins og tíðkast hefur. Þetta kemur fram í frétt Félags atvinnurekenda.

„Ráðuneytið lætur andmælin ekki á sig fá og stendur við ákvörðun sína, sem það segir í þágu hagsmuna innflytjenda búvara. FA hefur á móti farið fram á að ráðuneytið upplýsi hvernig ákvörðunin var tekin, hvaða hagsmunaaðilar voru spurðir álits og hvaða gagna var aflað. Félagið hefur bent ráðuneytinu á að líklegt sé að breytingin stuðli að hækkun verðs á innfluttum búvörum og skaði þannig hagsmuni bæði innflytjenda og neytenda,“ segir meðal annars í fréttinni.

FA tekur jafnframt fram að ákvörðun ráðuneytisins sé í samræmi við starfshóps landbúnaðarráðherra til að fjalla um viðbrögð við samningi Íslands og ESB um lækkun tolla á búvörum. „. Í þeim hópi sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda en enginn fulltrúi innflytjenda eða neytenda. FA fékk jafnframt staðfest fyrir tæpu ári að Bændasamtök Íslands hygðust þrýsta á um þessa breytingu; að tollkvótar yrðu boðnir upp oftar á árinu. Félaginu er til efs að þar hafi umhyggja fyrir hagsmunum innflytjenda ráðið för,“ er jafnframt teki fram.