Andrés Magnússon hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna.

„Andrés hefur verið hjá félaginu síðastliðin 6 ár og hefur unnið mjög ötullega að málefnum þess á öllum sviðum. Félagsmenn hafa notið þjónustulundar Andrésar og átt við hann afar gott samstarf. Stjórn FÍS óskar Andrési og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum frábært samstarf  á liðnum árum,“ segir í bréfi sem Skúli J. Björnsson, formaður sendi félagsmönnum í síðustu viku.

Starfslok Andrésar hafa ekki verið tímasett en verða tilkynnt síðar.