Prins Andrés, hertogi af York og bróðir Karls Bretaprins sendi breskum hluthafa í Kaupþing í Lúxembúrg vinnuskjöl bresku ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna Icesave deilnanna við Ísland árið 2009. Hluthafinn átti síðar í MP banka.

Prinsinn, sem hitti þáverandi forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur í leiðtogaráðstefnunni í Davos árið 2009, sagði það ástæðuna fyrir því að hann óskaði eftir að fá umrædd gögn.

Værum enn að greiða kröfuna

Um var að ræða innri skýrslu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins um kröfugerð vegna 2,3 milljarða punda kröfur á hendur Íslands vegna Icesave reikninganna og þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars 2009 um hvort greiða ætti hana fram til ársins 2024. Prinsinn fékk skýrsluna 15. mars sama ár.

En tveimur stundum eftir að hann fékk þau áframsendi hann þau til viðskiptafélaga síns Jonathan Rowland og hvatti hann til að bíða með að grípa til aðgerða þangað til eftir atkvæðagreiðsluna. Eins og Viðskiptablaðið sagði ítarlega frá árið 2011 var Rowland meðal hluthafa í MP banka en áður átti hann hlut í Kaupþingi í Lúxemborg sem hann endurnefndi á þessum tíma, en seinna átti viðskiptafélagi fjölskyldu hans tæplega 10% í MP bank a, sem hann keypti nokkrum mánuðum áður.

Þetta kemur fram í tölvupóstum prinsins sem hefur verið lekið og Dailymail greinir frá. Sagði hann ritara sinn hafa fengið merki um að "við ættum að leyfa lýðræðislega ferlinu að klárast áður en þú grípur til aðgerða". Haft er eftir breskum ríkiserindreka að það sé ekki tilgangur fjármálaráðuneytisins breska að senda út innri skýrslur til einkaaðila. "Það er misnotkun á stöðu sinni".

Andrés Prins hefur verið í erfiðum málum vegna viðskipta- og vinasambands hans við bandaríska auðjöfurinn Jeffrey Epstein sem dæmdur hafði verið fyrir kynferðislega misnotkun og fleiri glæpi, og ekki bætti úr skák viðtal sem prinsinn fór í til að reyna að bera ásakanir af sér.

Hér má sjá fréttir sem tengjast aðild Rowland að íslenskum fjárfestingum: