Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður rætt við Andra Teitsson, framkvæmdastjóra KEA, en félagið skilaði tæplega tveggjamilljarða króna hagnaði á síðasta ári. KEA hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarið en það hefur ekki með höndum eiginlegan atvinnurekstur heldur starfar það sem byggðafestufélag.

Að því loknu fáum við fréttir af síhækkandi olíverði hjá Magnúsi Ásgeirssyni, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu og síðan fréttir af íslenskum vinnumarkaði frá Guðnýju Harðardóttur hjá Strá.

Í lok þáttarins kemur síðan Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarsstjóri, en hann hefur tekið saman saman athyglisverða skýrslu um hlutverk hátækniiðnaðar í íslensku atvinnulífi. Þórólfur kynnti niðurstöður skýrslunnar á Iðnþingi á föstudaginn og einnig var haldin blaðamannafundur þar um fyrr í dag.